Ef þú upplifir hægan eða óstöðugan nethraða getur hraðapróf hjálpað þér að greina vandamálið. Þessi leiðarvísir sýnir þér hvernig á að framkvæma hraðapróf á heimaneti eða farsímaneti með Speedtest.net.
Af hverju er hraðapróf mikilvægt?
Hraðapróf gefur þér innsýn í raunverulegan nethraða þinn (niðurhal, upphal og ping). Þetta getur hjálpað þér að ákvarða hvort vandamál stafi af netkerfinu, búnaði eða öðrum þáttum.
Nauðsynleg tæki og forrit
-
Tæki með nettengingu (tölva, snjallsími eða spjaldtölva)
-
Speedtest.net appið eða vefurinn
Skref 1: Undirbúningur
Heimanet (Wi-Fi eða beintengd tenging)
-
Aftengdu öll tæki frá netinu nema það sem þú ætlar að nota til prófsins.
-
Tengdu próftækið beint við ráter með snúru eða við Wi-Fi netið.
Farsímanet
-
Slökktu á Wi-Fi tengingu í tækinu þínu til að tengjast farsímanetinu.
-
Gakktu úr skugga um að tækið sé tengt við Nova farsímanetið.
Skref 2: Framkvæmd hraðaprófs
-
Opnaðu Speedtest.net appið eða farðu á speedtest.net.
-
Veldu „Nova“ sem netþjón (server) ef hann er ekki valinn sjálfkrafa.
-
Smelltu á „GO“ til að hefja prófið.
-
Bíddu þar til prófið lýkur og niðurstöður birtast.
Skref 3: Túlkun niðurstaðna
-
Ping (ms): Tíminn sem tekur fyrir gögn að ferðast til og frá netþjóninum. Lægri gildi eru betri.
-
Download (Mbps): Hraði niðurhals. Hærri gildi eru betri fyrir streymi og vefnotkun.
-
Upload (Mbps): Hraði upphals. Mikilvægt fyrir sendingu gagna og myndsímtöl.
Skref 4: Greining og næstu skref
- Prufaðu að endurræsa router og ljósleiðarabox, það getur oft lagað vandamál með hraða.
-
Ef hraðinn er lágur þegar ákveðið tæki er tengt, gæti það verið orsökin. Prófaðu að aftengja það og framkvæma prófið aftur.
-
Ef þú notar eldri ráter eða netbúnað, gæti uppfærsla á búnaði bætt nethraða.
-
Fyrir 5G ráter, staðsettu hann nálægt glugga og beindu honum að næsta sendi til að hámarka merki.
- Gangtu úr skugga um að þú sért ekki tengdur VPN þjónustu - VPN þjónustur geta haft veruleg áhrif á hraða.
Viðbótarupplýsingar
-
Ef þú getur ekki notað appið, geturðu framkvæmt prófið í vafra á speedtest.net, en athugaðu að niðurstöður geta verið ónákvæmar.
-
Fyrir frekari aðstoð, skoðaðu eftirfarandi greinar: