Ef þú ert að upplifa vandamál á þráðlausa eða beintengda netinu getur þú tekið hraðapróf (Speedtest) á tengingunni.
Ýmislegt getur haft áhrif á netsambandið eða ráterinn sjálfan sem getur dregið niður hraða.
Aldur tölva/netkorts, ráters, síma og annarra tækja, VPN/DNS stillingar, þráðlaus punktur, staðsetning ráters, staða innanhússlagna og snúra o.s.fr getur allt haft áhrif á hraða.
Smelltu á þá tengingu/mynd sem við á hér fyrir neðan, heimanet, farsímanet eða spurningar og svör.
Heimanet:
Til þess að fá raunhraða á heimatengingu þarft þú að aftengja öll tæki við netið nema eitt (það tæki á að vera beintengt eða tengt við 5.0 (_ac)), sækja appið frá speedtest.net by Ookla, velja Nova sem server og taka hraðaprófun. Þú getur svo tengt eitt og eitt tæki við netið í einu og tekið hraðaprófanir. Ef netið fellur í hraða þegar ákveðinn búnaður er tengdur er hann mögulega sökudólgurinn og þú getur látið skoða það tæki frekar.
Inni í Speedtest appinu smellir þú á GO þegar búið er að velja Nova sem Server, leyfir appinu að vinna í friði og sérð svo niðurstöðurnar að þegar prófunin er búin, þú færð niðurstöður um Ping, Upload og Download.
Tíðnanet (4G/4.5G/5G):
Inni í Speedtest appinu smellir þú á GO þegar búið er að velja Nova sem Server, leyfir appinu að vinna í friði og sérð svo niðurstöðurnar að þegar prófunin er búin, þú færð niðurstöður um Ping, Upload og Download.
Passaðu að tækið sé tengt við tíðnanet áður en hraðaprófun er gerð, þ.e ekki tengt við tíðnaráter eða heimanet/vinnunet.
Spurningar og svör
Bilanagreining á Nova ráter, smelltu hér
Bilanagreining á 5G ráter, smelltu hér
Bilanagreining á 4.5G ráter, smelltu hér
Bilanagreining á 4G ráter, smelltu hér
Er þráðlausa heimanetið til vandræða? smelltu hér
Ég get ekki sótt appið, er hægt að gera þetta í gegnum vafra?: Já það er hægt en getur gefið þér rangar upplýsingar um raunhraða, vafrinn er Speedtest.net. Þarft að ganga úr skugga um að Nova sé valið í Server.
Hvað get ég gert til þess að hressa við upphal og niðurhal í farsímanum mínum? Byrjaðu á því að endurræsa farsímann. Einnig er gott að athuga þjónustusvæðið í kringum þig á hvaða tíðni þú ert að tengjast. Er vandamálið bundið við eina staðsetningu eða er vandamálið allstaðar?
Þjónustusvæði Nova, smelltu hér
Gerð símkerfis í iPhone, smelltu hér
Netlaus iPhone, smelltu hér
Netlaus Samsung / Android, smelltu hér
Gerð símkerfis í Samsung / Android, smelltu hér