Hægt er að versla rakningarþjónustu fyrir stolna farsíma hjá viðskiptavinum Nova
Rakningar eru á 4.990kr.
Hægt er að greiða í verslun eða símleiðis með kreditkorti í þjónustuveri.
Það þarf að fylgja lögregluskýrsla frá Lögreglunni með öllum upplýsingum um tæki og stuld, IMEI númeri o.s.frv.
Má afhenda í verslun eða senda til okkar í tölvupósti á nova@nova.is ef búið er að greiða.
Það getur tekið 6-8 vikur að rekja síma og því miður er ekki hægt að ábyrgjast að eitthvað komi út úr rakningunum.
Leit er gerð eftir notkun farsímans á farsímakerfi Nova - ekki staðsetningu.
Allar upplýsingar, ef eitthvað finnst, fara beint til lögreglu.