Þegar þú lendir í vandræðum með símasamband getur oft verið lykilatriði fyrir okkur að fá staðsetningu og dugar heimilisfang yfirleitt alltaf til.
Ef þú ert til dæmis í fríi uppi í sumarbústað í Grímsnesinu, sem er ansi stórt svæði, getur verið gott að fá nánari staðsetningu til þess að leysa málið.
Til að finna nákvæma staðsetningu getur þú opnað Google Maps, kveikt á staðsetningu/location í tækinu og smellt á hnappinn til að finna staðsetninguna. Svo heldurðu fingrinum niðri á skjánum og þá ættu þá að birtast valmöguleikar um að deila staðsetningunni. Þá færðu hlekk sem þú getur sent okkur t.d. í tölvupósti og við getum skoðað málið nánar.