Með Úrlausn hjá Nova getur þú hringt, hlustað á tónlist og tekið á móti símtölum í Samsung snjallúrinu, án þess að síminn sé nálægur. Farðu út að leika, skildu símann eftir heima og finndu þitt sanna sím-zen með nettengdu snjallúri.
Þú einfaldlega smellir þér inn á Úrlausn hjá Nova, skráir þig í Úrlausn og fylgir skrefunum. Í lokaskrefinu þá er ekkert eftir nema að tengja snjallúrið þitt.
Ef þú ert með glænýtt snjallúr og ert að para úrið við símann í fyrsta skipti
- Sæktu Samsung Wearable appið fyrir Android eða Samsung Watch appið fyrir iOS, opnaðu appið og fylgdu skrefunum
- Veldu I have a QR code or activation code
- Smelltu svo á Next og notaðu myndavélina á símanum til þess að skanna QR kóðann
Ef þú ert svona myndræn týpa þá er þetta myndband tilvalið fyrir þig
Ef snjallúrið er nú þegar parað við símann
- Opnaðu Samsung Wearable appið eða Samsung Watch appið fyrir iOS og smelltu á Settings
- Smelltu þér í Mobile Networks og veldu að nota QR kóða
- Notaðu myndavélina á símanum til þess að skanna QR kóðann