Úrlausn er rafrænt símkort (eSIM), sem er í raun framlenging á símanúmerinu þínu, beint í úrið. Því ertu með sama símanúmer í farsímanum og snjallúrinu þínu. Með Úrlausn getur þú hringt, hlustað á tónlist og tekið á móti símtölum í snjallúrinu, án þess að síminn sé nálægur.
Snjallúrið er sniðugasti leikfélaginn og þú færð að nota Úrlausn í Apple Watch alveg frítt fyrstu fjóra mánuðina! Eftir þann tíma færðu Úrlausn á 590 kr. á mánuði og heldur áfram að leika.
Allir sem eru með farsímann hjá Nova geta fengið Úrlausn, sama hvort þú ert í Áskrift eða Frelsi.
Ef þú ert í óskráðu frelsi, þá einfaldlega kíkirðu til okkar og skráir þig sem notanda á númerið. Þá eru þér allir vegir færir með Úrlausn.
Ef þú ert í AlltSaman þá er Úrlausnin innifalin í pakkanum!
Með hvaða úrum virkar Úrlausn?
Úrlausn virkar með Apple Watch Series 3, 4, 5, 6,7 og 8 og SE ásamt Ultra með LTE stuðningi (eSIM) með snjallúrastýrikerfinu watchOS 7 eða nýrra og með iPhone 6S eða nýrri með stýrikerfinu iOS 14.2 eða nýrra. Þú finnur úrval snjallúra hjá Nova sem virka með Úrlausn. Skoðaðu úrvalið.
Þumalputtareglan er að ef það er rauður hringur á hliðartakkanum á Apple Watch úrinu þínu þá styður það eSIM og þú getur skilið símann eftir heima með Úrlausn hjá Nova.
Ef þú ert ekki viss um hvort úrið þitt styðji Úrlausn hjá Nova þá getur þú frætt þig um málið!