Úrlausn virkar með Apple Watch Series 3, 4, 5, 6,7 og 8 og SE ásamt Ultra með LTE stuðningi (eSIM) með snjallúrastýrikerfinu watchOS 7 eða nýrra og með iPhone 6S eða nýrri með stýrikerfinu iOS 14.2 eða nýrra. Þú finnur úrval snjallúra hjá Nova sem virka með Úrlausn. Skoðaðu úrvalið.
Ef það er rauður hringur á hliðartakkanum á Apple Watch úrinu þínu þá styður það eSIM og þú getur skilið símann eftir heima með Úrlausn hjá Nova.
Ef þú átt Apple Watch úr sem þú keyptir ekki á Íslandi þá gætu verið smá líkur á því að þú sért með módel sem styður ekki Úrlausn. En það er lítið mál að komast að því hvort úrið sé klárt fyrir Úrlausn. Þú byrjar á því að finna módelnúmerið á því en það getur þú fundið annað hvort í Apple Watch úrinu þínu eða í Watch appinu í iPhone-inum þínum.
Virkar mitt módel með Úrlausn?
Til að finna hvaða módelnúmer virka með Úrlausn smellirðu þér á heimasíðu Apple og leitar að úrinu sem þú átt. Þar getur þú séð módelnúmer allra mögulegra Apple Watch snjallúra.
Módelin sem eru merkt GPS + Cellular og Europe, Asia Pacific, and China mainland virka með Úrlausn hjá Nova.
Þetta kemur í raun beint frá Apple. Tíðnirnar sem úrin virka á eru í raun stilltar þannig að úrin virki sem best á þeim svæðum sem þau eru seld í.
Það þýðir þá að Apple Watch úr sem eru seld í Ameríku t.d myndi aldrei ná sömu virkni í Evrópulöndum, og þ.a.l er lokað á þetta frá Apple frekar en að vera að bjóða upp á þjónustu sem virkar ekki upp á 10.
Það er samt sem áður ekki þar með sagt að úrið sé ónothæft - því úrið virkar nákvæmlega eins og GPS týpurnar, þ.e.a.s að svo lengi sem síminn er nálægur er hægt að gera alla sömu hlutina, en eSIM valmöguleikinn í LTE týpunum sem eru ekki með þessi módelnúmer er í raun það eina sem ekki virkar.
Finna módelnúmer í Apple Watch
Í Apple Watch ýtir þú á hliðarhjólið til að opna valmyndina. Þar ýtir þú á Settings -> General -> About -> Skrunaðu niður þar til þú sérð dálkinn Model og ýttu á það. Þá ætti módelnúmer sem byrjar á Axxxx að birtast.
Finna módelnúmer í Watch appinu í iPhone
Í iPhone opnar þú Watch appið, skrunar niður og smellir á General -> Smelltu á About -> Skrunaðu niður þar til þú sérð dálkinn Model og ýttu á það. Þá ætti módelnúmer sem byrjar á Axxxx að birtast.