Ef þú ert með nýtt númer og vilt færa Úrlausn yfir á það, þá byrjarðu á að segja upp Úrlausninni þinni.
- Smelltu þér í Stólinn á nova.is
- Veldu númerið sem er tengt Úrlausninni
- Smelltu á Úrlausn og svo Slökkva á pakka
Þá þarf bara að skrá Úrlausn aftur í snjallúrið á nýja númerið, það er lítið mál hvort sem þú ert með Apple Watch eða Samsung snjallúr.
Ef þú skiptir um símkort en ert ennþá með sama símanúmer þá hefur það engin áhrif á Úrlausnina því hún er tengd símanúmerinu þínu, svo þú heldur bara áfram að njóta þess að skilja símann eftir heima.