Með Úrlausn í Apple Watch getur þú hringt, hlustað á tónlist, svarað skilaboðum, fylgst með heilsunni, svefninum og margt fleira - jafnvel þó síminn sé víðsfjarri!
Skrá Apple Watch í Úrlausn
Þú getur virkjað Úrlausn þegar þú setur upp Apple Watch í fyrsta skipti. Þegar það kemur valmöguleiki á að setja upp Úrlausn í uppsetningunni fylgir þú skrefunum sem koma á skjáinn.
Það eina sem þú þarft til að virkja Úrlausn er Apple Watch úrið þitt og farsíminn. Ef þú ert í frelsi þá skaltu hafa greiðslukort við hendina, en þú færð auðvitað fyrstu fjóra mánuðina frítt. Áður en þú byrjar mælum við með að endurræsa símann og athuga hvort græjurnar séu með nýjustu uppfærslu af stýrikerfi.
Hérna fyrir neðan eru leiðbeiningar og ef þér finnst betra að horfa á myndband til þess að skilja hlutina þá getur þú skrunað niður og þar bíður útskýringarmyndband eftir þér.
Opnaðu Apple Watch appið í iPhone-inum þínum
- Veldu My Watch og svo Mobile Data
- Síðan velur þú Set Up Mobile Data
Skráðu inn símanúmer og lykilorð
- Næst er beðið um að þú skráir inn símanúmer og lykilorð, ef þú átt ekki lykilorð þá getur þú smellt á Búa til nýtt lykilorð og við sendum þér tölvupóst þar sem þú getur valið þér nýtt og glæsilegt lykilorð
- Tölvupósturinn er sendur á netfang notanda númersins, ef þú vilt breyta um netfang þá mælum við með að skoða Breyta netfangi notanda í Stólnum á nova.is til að græja það
Hoppaðu aftur í Apple Watch appið í símanum
- Nú fylgir þú skrefunum sem eru eftir og klárar skráninguna!
- Ef þú ert í Frelsi þá kemur upp skjár sem biður þig um að smella inn kortaupplýsingum. En þegar frímánuðirnir klárast þá kemur greiðslan fyrir Úrlausn á kortið sem þú skráir
Hvernig veistu hvort úrið er tengt?
Hnappurinn Mobile Data verður grænn þegar þú skilur símann eftir heima og ferð á vappið með úrið. Grænu punktarnir sýna hversu gott samband þú ert með.
Hnappurinn Mobile Data verður hvítur þegar síminn er nálægur og úrið er tengt við iPhone-inn þinn í gegnum Bluetooth eða WiFi.
Nokkrir punktar til að hafa í huga:
- Ef númer er óskráð frelsi hjá Nova þá þarf að skrá það. Hægt að koma í verslun og skrá númerið án endurgjalds.
- Ef númer er ekki virkt hjá Nova, þarf að virkja það - t.d. með inneign eða greiða ógreiddan reikning.
- Þarf að vera kveikt á VoLTE. - Þú ferð einfaldlega í Stólinn á nova.is eða í Nova appið. Þar ferð þú í númerið þitt og kveikir á VoLTE í stillingum. Síðan kemur þú bara aftur hingað og heldur áfram!
- Notandi númers þarf að vera einstaklingur, ef númer er skráð á fyrirtækiþá þarf að breyta notanda í einstakling.
- Til að virkja Úrlausn þarf að vera kveikt á Mobile Data