Næturstilling er tilvalin ef einhver er heima en þú vilt að kerfið passi upp á að enginn komi óvelkominn inn á heimilið á meðan þú ert í fasta svefni.
Þú getur stillt hvort hreyfiskynjarar séu virkir eða ekki, svo heimilisfólki sé óhætt að ganga um allt innandyra. Hinsvegar eru hurðaskynjarar virkir og ef einhver þeirra verður virkur þá fer kerfið í gang.
Til að kveikja á næturstillingu ferðu á skjáinn þar sem þú kveikir og slekkur á kerfinu.