Hægt er að setja inn stillingu í Ajax appinu þar sem kerfið fer alltaf í gang sjálfvirkt á ákveðnum tímum.
Dæmi um þetta er t.a.m þegar heimilisfólk er að heiman á daginn vegna skóla eða vinnu. Þá væri hægt að stilla að kerfið fari í gangi alla virka daga frá 10.
Þessar stillingar kallast Scenarios.
Til þess að finna þessa stillingu þarft þú að smella á eftirfarandi:
- Devices
- Stjórnstöð
- Settings/Tannhjólið
- Security schedule
- +Add scenario
Þar setur þú inn tíma og dagsetningar og velur hvort kerfið eigi að fara sjálfkrafa á (e. arm) eða vera tekið af (e. disarm).
Ef þú finnur ekki stillinguna eða getur ekki uppfært hana þá getur verið að stjórnandi kerfisins þurfi að gefa þér leyfi til þess í stillingunum hjá sér.