Hægt er að setja inn stillingar svo þú fáir tilkynningu um að kveikja á kerfinu eða slökkva á því ef þú skyldir gleyma því þegar þú ferð að heiman.
Þú stillir fyrst fjarlægðina, t.d. getur þú stillt 300 metra radíus, svo þegar þú ferð að heiman á morgnana og gleymir að kveikja á kerfinu þá færðu tilkynningu í símann hvort þú viljir kveikja á kerfinu þegar þú ferð út fyrir þetta skilgreinda svæði. Eins þegar þú ert á leiðinni heim, þá færðu tilkynningu um að taka kerfið af þegar þú kemur inn í þennan 300 metra radíus.
Til að fara inn í þessar stillingar opnar þú eftirfarandi:
- Devices
- Hub settings/Stjórnstöð
- Tannhjólið/Stillingar
- Geofence
Ef þú finnur ekki stillinguna eða getur ekki uppfært hana þá getur verið að stjórnandi kerfisins þurfi að gefa þér leyfi til þess í stillingunum hjá sér.