Já, stjórnandi kerfisins getur valið að gefa tímabundinn aðgang í 1, 2, 4 eða 8 klst. Að þeim tíma liðnum er aðgangurinn sjálfkrafa gerður óvirkur. Eftir að þú býður einhverjum inní kerfið þitt þá getur þú stillt hversu lengi viðkomandi er með aðgang.
Þetta er afar hentugt ef þú ert t.d að biðja Nova um aðstoð - þá getur þú virkjað tímabundin gestaaðgang og við getum kíkt á stillingar og gengið úr skugga um að allt sé í fínu standi.
Til að gefa Nova tímabundinn aðgang til að aðstoða þig í vandræðum opnar þú Ajax appið og smellir á eftirfarandi:
Við byrjum á því að smella á Devices á slánni neðst í appinu, veljum Stjórnstöðina og smellum á tannhjólið efst í hægra horninu:
Við veljum Installers/Companies og smellum á Invite:
Því næst skrifar þú sjalfsvorn@nova.is og smellir á Continue. Þá myndast aðgangurinn fyrir Nova og þú getur svo smellt á hann.
Þar getur þú svo stillt allar aðgerðir og aðgang að því sem Nova má skoða og breyta.