Hægt að bæta við fleiri notendum í Ajax appið sem eiga að hafa aðgang að heimilinu. Þú getur að sjálfsögðu boðið allri fjölskyldunni í appið svo hver einasti fjölskyldumeðlimur getur tekið kerfið af og sett það á eftir hentisemi.
Svo þegar þú ferð í frí getur þú líka gefið nágrannanum tímabundinn aðgang að kerfinu.
Það er nefnilega allskonar hægt í Ajax appinu.
Það eru til mismunandi hlutverk í Ajax appinu sem þú getur stillt eftir að þú býður einhverjum í appið, og þó þú gefir nágrannanum tímabundin notanda inn á þitt kerfi þá getur hann ekki breytt stillingum eða fiktað í SjálfsVörninni þinni, heldur einungis fengið tilkynningar - ef þú stillir hann á þann hátt.
Sama á við krakkana! Þau verða að geta tekið kerfið af og sett það á, en ekki fara að fikta í stillingunum. Þá eru þau með takmarkaðan aðgang.
Til þess að veita nýjum notanda aðgang ferðu í Hub Settings og smellir svo á Users. Þar er hægt að velja Send Invite Code og slá inn netfang þess sem á að fá aðgang.
Viðtakandinn þarf svo að smella á tengil sem kemur til hans í tölvupósti til að samþykkja aðganginn. Einnig þarf að sjálfsögðu að setja upp appið og skrá sig inn með sama netfangi og boðið var sent á.