VoWiFi er tækni sem er kominn í flesta farsíma frá Samsung og Apple og notar WiFi tengingu til að stækka þjónustusvæði Nova.
Helstu aðstæður sem þessi tækni nýtist eru t.d:
- Opnar á símasamband í kjöllurum, skúmaskotum, tækjarýmum og öðrum erfiðum stöðum í hefðbundnu húsnæði þar sem kann að vera fínt WiFi en lélegt símasamband.
- Opnar á símasamband þar sem er slæmt hefðbundið símasamband en fínt WiFi. Hugsum um dreifbýli, sveitabæi og slíkt.
- Opnar á símasamband innan í málmskemmum sem trufla hefðbundið símasamband en margir aðilar hafa sett upp WiFi punkta innandyra í þannig aðstæðum.
Hvers vegna nota ég ekki ekki bara WhatsApp, Messenger eða FaceTime til að hringja á þessum stöðum?
VoWiFi einfaldar málið og maður hringir úr sínu númeri í númer eins og maður væri að hringja venjulega. Þetta opnar einnig á marga aðra og spennandi möguleika:
- Opnar á símasamband um borð í skipum þar sem er WiFi, mörg skip taka net í gegnum gervihnött og senda út WiFi innandyra.
- Opnar á símasamband í flugvélum þar sem er WiFi.
- Opnar á símasamband yfir WiFi erlendis þar sem almennt 2G/3G/4G/5G símasamband er oft mun lakara en hérna heima.
- Þetta opnar líka á SMS samhliða talsambandi.
Þar sem VoLTE/4G er til staðar er hægt að flytja símtalið sjálfkrafa á milli kerfa án slits. Þar sem það er ekki upp á að hlaupa slitnar símtalið. T.a.m þegar þú tekur símtal yfir WiFi í stofunni heima og hleypur út í bíl og dettur beint inn á 4G án slits.
VoWiFi í útlöndum.
Þegar fólk er erlendis mælum við alltaf með því að hringja yfir WhatsApp, Messenger eða FaceTime mælum við með slíku. Það er nefnilega hægt að hringja til og frá útlöndum með þessum leiðum og það er lang besti díllinn!
Fyrir þau sem vilja eða þurfa að hringja á gamla góða mátann þá eru símtöl yfir VoWiFi rukkuð eins og hefðbundin símtöl skv. verðskrá Nova.
Nova er fyrsta fjarskiptafyrirtækið til að koma með þessa lausn á Íslandi og við höldum áfram að ryðja brautina.